fleygrúnir fannst í 4 gagnasöfnum

fleygrúnir nafnorð kvenkyn fleirtala

fleygletur


Fara í orðabók

fleygrúnir kv
[Upplýsingafræði] (leturgerðir, skrifletur)
samheiti fleygletur
[skilgreining] Fleygrúnir (Cuneiform) eru letur sem talið er elsta þekkta skriftarformið og það var notað í Persíu, Súmer og Babýlóníu frá því um 2500 f. Kr. til um 1000 f. Kr. Kerfið var tölulegt atkvæðatáknróf, en hvert orð hafði hljóðgildi og tölugildi. Til dæmis var talan 1 táknuð með einum lóðréttum fleyg en sama tákn var borið fram sem „ane“ og þýddi naut. Í hebresku þekkist samskonar tákn, {\displaystyle \aleph } (áður fyrr skrifað {\displaystyle \forall }, sem er líkt einum fleyg), sem „aleph“, og þýðir einnig naut þar. Grikkir sneru þessu tákni við og kölluðu það „alpha“, en héldu sömu merkingu um þónokkurt skeið. Dæmi um mikilvægt orð í þessu kerfi er Anu.png, Anu, nafn æðsta guðs Súmera. Eins og sést á þessu var ritað frá hægri til vinstri í þessu ritkerfi en línurnar fóru niður á við og dálkar færðust æ lengra til hægri. Fyrstu ritin sem voru skrifuð í þessu ritkerfi voru skattaskrár, en elsta frásögn sem fundist hefur, þ.e. Gilgameskviða, söguljóð frá Mesópótamíu, var skrifuð á leirtöflur með þessu letri (og raunar einnig öðrum).
[skýring] Nokkar mismunandi kenningar eru uppi um hvernig fleygrúnirnar urðu til og þróuðust. Sú fyrsta, og jafnframt sú vinsælasta, er sú að myndletur, eða myndir sem stóðu fyrir raunverulega hluti, væru grunnurinn að fleygrúnum. Eldri myndletur eða tákn líktust mjög því sem þær lýstu en eftir endurtekna notkun fóru táknin að breytast, verða einfaldari og jafnvel afstrakt. Táknin urðu svo fleyglaga, sem gerði fólki kleyft að tjá hljóð og óhlutgerð hugtök. Önnur kenning Denise Schmandt-Besserat er sú að fleygrúnir séu í raun sprottnar af notkun þrívíðra leirtákna sem voru nokkurs konar gjaldmiðill, notuð í skiptum fyrir vörur eða þjónustu.
[dæmi] Elstu þekktu dæmin um fleygrúnir voru útskorin eða rituð af Súmerum sunnarlega í Mesópótaímu, sem gáfu hverju tákni sitt hljóð. Síðar tóku Akkadíar táknin einnig upp, en báru þau fram sem samsvarandi akkadísk orð. Fleygrúnir gengu þannig milli manna og þjóða. Frá Akkadíum til Babýlonmanna og svo áfram til Sýrlendinga.
[franska] cunéiforme,
[enska] cuneiform writing,
[hollenska] spijkerschrift,
[danska] kileskrift,
[þýska] Keilschrift,
[sænska] kilskrift,
[norskt bókmál] kileskrift