flonsa fannst í 1 gagnasafni

1 flensa, flonsa, flunsa kv. (19. öld) ‘kvefpest, inflúensa’; stytting úr inflúensa sem er to. úr d. influenza ‘kvefpest, lasleiki’, < ít. influenza ‘áhrif, smitun’, mlat. influentia, leitt af lat. influens lh.nt. af influere ‘streyma (þrengjast) inn í’. Nafngiftin á rætur í þeirri trú stjörnuspekinga að sjúkdómar stöfuðu af áhrifum stjarnanna.