flotnar fannst í 4 gagnasöfnum

fljóta flaut, flutum, flotið hann flýtur; þótt ég fljóti/flyti á ánni

fljóta sagnorð

haldast yfir vatnsborði

báturinn flýtur á vatninu

stórir ísjakar flutu á hafinu

brak úr skipinu flaut upp að ströndinni


Sjá 3 merkingar í orðabók

fljóta
[Flugorð]
[skilgreining] Fljúga í láréttum fleti frá því að slétt er úr við lendingu uns lent er.
[enska] float

fljóta (st.)s. ‘renna, streyma; vera á floti’; sbr. fær. fl(j)óta, nno. fljota, sæ. flyta, d. flyde, fe. fléotan, fsax. fliotan, fhþ. fliozan; sbr. lith. pláudžiu, pláusti ‘þvo, hreinsa’, lettn. pluduôt ‘fljóta ofan á’; leitt af ie. *pleu- í flaumur og flóa (1) með tannhljóðsrótarauka. Af fljóta er leitt fljót h. ‘vatnsfall’, sbr. fe. fléot ‘vatn, haf’, nhþ. fluss ‘vatnsfall’ (< *flŭti-, hljsk.), sbr. einnig lettn. plûdi ft. ‘flóð’, fír. lúad ‘hreyfing’; fljótur l. ‘skjótur’, sbr. fær. fljótur, nno. fljot, fe. fléotig (s.m.) og fljótur k. ‘tréílát, kirna; dufl’. Sjá fleyta (2), flot og flýta, flaumur, flóa (1) og flúð.


flotna s. ‘fljóta upp, koma upp á yfirborðið, koma í ljós’; sbr. fær. flotna (s.m.). Sjá fljóta og flot.


flotnar k.ft. ‘menn, sjófarendur (í skáldam.)’. Leitt af floti (sjá flot). Um orðmyndunina, sbr. bragnar og skatnar og bragi og skati.