fluðruvaskur fannst í 1 gagnasafni

fluðra kv. (19. öld) ⊙ ‘fljótfær og ferðmikil manneskja, flumbra (helst haft um konu)’; fluðrulegur l. ‘fljóthuga og flasgjarn’; fluðruvaskur k., fluðruveski h. ‘flasgjörn og hviklynd manneskja’ (um nánari skýringu á síðari lið samsetn. sjá -vaskur og veski (2)); fluður, flúður h. ⊙ ‘léttúð, prjál’. Líkl. sk. nno. flyra (< *flydra) ‘blaka, veifa’, sæ. máll. flud(d)ra ‘flögra um, gantast’, gotl. fludrä up ‘blossa upp’, þ. máll. flud(d)ern ‘flökta, blakta’, flaudern, flodern ‘flögra, blakta (um eld)’, flauder k. ‘e-ð létt og blaktandi’ (< germ. *flū̆þra-). Tæpast skvt. A. Torp af germ. *flu-þ- ‘breiður, flatur’, sbr. lat. plautus ‘flatfættur, með ilsig’, heldur af sömu rót og flúð, flóð og flaumur. Vafasamt er hvort lo. flyðrulegur ‘glaðlegur, glennulegur’ (e.t.v. fliðrulegur) og flyðra kv. ‘skækja’ eru af þessum toga. Sjá flyðra (2).