flugr fannst í 1 gagnasafni

flug h. ‘það að fljúga; vöxtur í á; hár hamraveggur,…’; sbr. fær. flog, nno. flug, flog í svipaðri merk. (< *fluga-); fluga kv. ‘(tví)vængjað skordýr; tálbeita, tælandi eða fráleit hugmynd; smáloka yfir skráargati, skráarlauf; †snögg árás’; sbr. fær. og. sæ. fluga, nno. fluge kv., d. flue, nno. fljuge kv., fe. fléoge, fhþ. fliuga, flioga (hljsk.) ‘vængjað skordýr’; flug(u)r k. † ‘það að fljúga’, sbr. fsæ. flugh, fd. flug, fe. flyge, fsax. flugi, fhþ. flug (< *flugi-). Sjá flog og fljúga. Fluga kv. hryssuheiti er sömu ættar.


flug(u)r k. † ‘flótti’; < *flugi- af so. flýja, sbr. gotn. þlauhs af þliuhan. Sk. flannfluga, fuðflogi og flótti. Sjá flýja, flanni og fuð.