flumrulegur fannst í 1 gagnasafni

flumbra kv. (18. öld) ‘skeina, skráma; fljótfær manneskja, fluðra; snjóauð þúfa’ (í orðasamb.): fara á flumbrum ‘fara hratt, stikla’, vera á flumbrum ‘á sífelldum hrakningi eða tilflutningi (t.d. um fé á vetrarbeit)’; flumbur h. ‘flökurleiki (JGrv.); þvaður, mas’; flumbra s. ‘hrufla (sig), flaustra e-u af’; flymbra s. ‘særa jarðveginn, slá ljámýs’. Líkl. er b-ið hvörfungshljóð (milli m og r), sbr. flumra (sig) ‘flumbra sig, hrufla sig’ og flumrulegur l. ‘fluðrulegur, fljótfærnislegur’. E.t.v. sk. flambra, flembra og flum (s.þ.), af germ. *flam-, *flum- sem gæti átt skylt við *felm-, *falm- í gotn. usfilma ‘skelfdur’ og ísl. fjalmsfull(u)r og fálma; sjá ennfremur flæma (2); rótin ætti þá við hraða og fumkennda hreyfingu. Hvort merkingin að hrufla er þaðan runnin eða skyldleiki við eða áhrif frá fleimra segja þar til sín er óvíst.