flums fannst í 2 gagnasöfnum

flum h. (17. öld) ‘fum, fát, asi’; flums h. ‘raus’; flumt h. ‘fum’; flumur h. ‘óðagot, fát’; flummur k. ‘hraðvirkur maður (einkum við slátt)’; flumma s. ‘fara hratt yfir í slætti’; flumsa(st) s. ‘vera fljótfær eða flumbrulegur’. Sbr. e.t.v. nno. fluma ‘sprikla (með fótum)’, flumsa ‘baða út vængjum’. Uppruni óljós; tæpast sk. flaumur, frekar í ætt við flembra, flumbra og e.t.v. flæma (2), sbr. nno. flamse ‘flögra um, strunsa’, sæ. máll. flamsa ‘flýta sér, vera kátur, masa’. Sjá flumbra.