flygi fannst í 6 gagnasöfnum

fljúga flaug, flugum, flogið þótt ég fljúgi/flygi þangað; við flygjum ef við gætum (sjá § 5.4 § 8.6.2 í Ritreglum)

fljúga sagnorð

fara um loftið á vængjum

fuglinn flaug yfir skipinu

fiðrildi flugu innan um blómin

við flugum til Spánar

það er flogið <daglega> <til Parísar>


Sjá 4 merkingar í orðabók

Hægt er að segja fljúga næturflug, dagflug. Sbr. synda flugsund, hlaupa grindahlaup o.s.frv.

Lesa grein í málfarsbanka

fljúga
[Flugorð]
[skilgreining] Stýra loftfari sem er á flugi.
[enska] fly

fljúga
[Flugorð] (um loftfar)
[skilgreining] Lyftast frá yfirborði jarðar og fara um lofthjúpinn fyrir áhrif lyftikrafts.
[enska] fly

fljúga (st.)s. ‘svífa í lofti (að hætti fugla), þjóta áfram; †flýja’; sbr. fær. fl(j)úgva, nno. fljuga, sæ. flyga, d. flyve, fe. fléogan, fhþ. fliogan. Líkl. sk. lith. plaũkti ‘synda’, plùnksna ‘fjöður’, fprússn. plauxdine ‘fjaðurhamur’; < ie. *pleu-k-, sbr. *pleu- í flaumur, flóa (1) og flúð. Sjá fleygja, flog, flug og flýja.


flygi h. ‘flugur, fljúgandi skordýr’, í samsetn. býflygi; sbr. nno. flyge h. (s.m.) (< *ga-flugja-), sk. fljúga og flug.