fogl fannst í 1 gagnasafni

fogl k. forn a-hljóðverpt víxlmynd við fugl (s.þ.).


fugl, †fogl k. ‘fiðrað, vængjað (fleygt) hryggdýr; náungi, spjátrungur; getnaðarlimur’; sbr. fær. fuglur, nno. fugl (frnorr. rúnar. fokl), sæ. fågel, d. fugl, fe. fugol, fugel, fsax. fugal, fhþ. fugal, fogal, gotn. fugls. Samgerm. orð af óvissum og umdeildum uppruna. Sumir ætla að orðið sé sk. so. fljúga; *flugla- > *fugla- (við hljóðfirringu). Vafasamt. Líklegra er að orðið sé í ætt við lith. paũkštis ‘fugl’, lith. pū̃kas ‘dúnn’, sbr. fsæ. stöðuvatnsheitið Fyghþir og nno. fjon ‘kusk’, germ. *fug- (ie. *peuk- ‘blása’, e.t.v. sk. *feuk- í fjúka). Svo virðist sem ie. mál hafi ekki átt sér sameiginlegt alm. samheiti um fugl eða fisk, en hvert um sig gert þar tiltekna nafngift að alm. tegundarheiti (sbr. lat. avis, gr. órnis, rússn. ptiza ‘fugl’). Af fugl er leidd so. að fugla ‘veiða fugla; fleka konu’ (sbr. fugl ‘getnaðarlimur’) og fuglari k. ‘fuglaveiðimaður’. Sjá fygla.