fokta fannst í 1 gagnasafni

fökta, †fo̢kta s. † ‘hörfa undan, flýja’. Orðið kemur aðeins fyrir á einum stað í fornum texta og Jan de Vries telur að það sé ritvilla fyrir flökta; fremur ólíklegt m.a. vegna tvítekningar þess í textastaðnum. Skvt. Al.Jóh. er fökta < *fauk-ta, sbr. nno. føykta ‘hreyfa sig ákaft’, sk. fjúka. Vafasamt. Líklegra er að fökta sé sk. nno. fakt(er) ‘látæði, handtök’, fær. faktir ‘duttlungar’, sæ. máll. fakter, d. fagter. So. fökta e.t.v. < *fakutjan, sbr. sæ. máll. fakkäl ‘bökta við e-ð’, gd. fagle ‘fálma’, fhþ. faklen ‘sveiflast’ (með öðru viðsk.). Sbr. ennfremur d. føjte ‘strunsa, rápa’, jó. føvte, sem geta eins vel svarað til fökta og nno. føykta, og d. máll. fage ‘hraða sér’, nno. fjakla, fjaksa (j-innskot) ‘gugta við’. Sjá fák og fákur.