fola fannst í 6 gagnasöfnum

Foli Karlkynsnafnorð, örnefni

foli Karlkynsnafnorð

foli -nn fola; folar fola|tönn

foli nafnorð karlkyn

ungur hestur


Fara í orðabók

No. kinnhestur ‘snoppungur, löðrungur’ virðist vísa til þess er högg tekur sprett eftir vanga einhvers líkt og hestur eða foli en engar hliðstæður munu kunnar í nágrannatungum okkar. Orðið er algengt í fornu máli, t.d.:

Finnbogi sat á baki og reið að hinum og sló hann kinnhest [vl. kinndrep (m16)] svo að þegar fell hann í óvit (m14 (ÍF XIV, 317)), sbr. einnig Brennu-Njáls sögu:

lýstur hana kinnhest. Hún kvaðst þann hest muna skyldu og launa ef hún mætti (ÍF XII, 124 (48.k.));
 „Þá skal eg nú,“ segir hún, „muna þér kinnhestinn og hirði eg aldri hvort þú verð þig lengur eða skemur“ (ÍF XII, 189 (77.k.)).

Í 15. kafla Gísla sögu Súrssonar segir frá því er Þorgrímur sendi sveininn Geirmund nauðugan eftir reflum (tjöldum) til Gísla og Auðar. Höfundur sögunnar segir frá þessu með eftirminnilegum hætti:

Þá gengur Þorgrímur að honum [Geirmundi] og slær hann kinnhest og mælti: „Far nú þá ef þér þykir nú betra.“ „Nú skal fara,“ sagði hann, „þó að nú sé verra en vit það fyrir víst að hafa skal eg vilja til að fá þér þar fylu [‘mertrippi (stálpaða meri)’] er þú fær mér fola [‘kinnhest’] og er þó varlaunað [‘vanlaunað’]“ (ÍF VI, 51).

Merkingin er að Geirmundur vill launa kinnhestinn ríflega en þykir gjaldið þó ekki full borgun.

Orðaleikurinn með fylu og fola sýnir glöggt vísun orðsins kinnhestur, sbr. einnig afbrigðið kinnfoli (m17 (Rím IV, 65)).

Jón G. Friðjónsson, 28.2.2015

Lesa grein í málfarsbanka

folald h. ‘afkvæmi hests, fyl; kekkur í graut’ (< *fulaðla- með samskonar viðsk. og kerald); foli k. ‘ungur (ógeltur) hestur’. Sbr. fær. foli, nno. og d. fole, sæ. fåle, fe. fola, fhþ. folo (s.m.), gotn. fula ‘ösnufoli’. Líkl. sk. gr. pō̃los (< *pōulos) ‘fyl, ungt dýr’, lat. pullus ‘ungi’ og puer ‘ungur drengur’; fola s. † ‘eignast folald’; sbr. fær. fola s. (s.m.). Sjá fyl og fylja (3). Orðið foli virðist koma fyrir í fno. örn. eins og t.d. Folangr, sbr. angr ‘dalverpi,…’.