forbænir fannst í 2 gagnasöfnum

for-átta kv. ‘galli, löstur; †viðbára, sök: finna e-m e-ð til foráttu; harka, ofsi (í veðri); áhersluforliður: foráttubrim, foráttuveður’. Almennt er talið að hér sé um ummyndun að ræða á físl. forurtir (s.þ.), m.a. fyrir áhrif orða með viðsk. -átta eins og t.d. barátta. Ekki er þó óhugsandi að forátta sé < *forhátta, sbr. forhaga ‘misnota’, fsæ. forhägda ‘eyða’, af so. *fra-hagōn; sbr. haga og háttur (1). -boð h. ‘bann’; sbr. nno. og d. forbud, sæ. förbud, þ. verbot (s.m.), gotn. faurbiudan ‘banna’. Sjá bjóða. -brekkis ao. ‘undan brekku’, sbr. lo. forbrekk(u)r ‘sem hallar niður’ og forstreymis, forsæla, forsælis, forviðris, forvindis þar sem forsk. for- (< *fur(a)-) hefur merkinguna ‘undan, burt frá’ e.þ.h. -bænir kv.ft. ‘óbænir’; sbr. nno. forbøn ‘bölbænir, formæling’; for- í neikvæðri merk. eins og í formæla og forsköp (< *fra-).