forvé fannst í 1 gagnasafni

for-vé h. † ‘óvígður staður eða flæðarmál’? Oft talið merkja óhelgi, óhelgan stað, sk. (1). Skvt. T. Johannisson (1939:186) < *forveð(i), sbr. forvæð í fno. lögum: fylgja þjófi til forvæðs; forve, forveð ‘útfiri, fjöruborð’, af so. *furvaðan < *frawaðan ‘fjarlægjast, fjara út’. -veði, -veðjaður l. ‘fallinn (um veð)’; sbr. fe. forweddoð (s.m.), af so. *frawaðjan, sbr. gotn. gawadjan ‘lofa e-u’, sk. veðja og veð (s.þ.). -verk, -virki h. ‘verk (unnin fyrir aðra); vinnulið; fóður, heyforði’; sbr. foryrkismað(u)r k. ‘vinnumaður’; af so. *fur(a)wurkjan, sbr. fe. forewyrcan ‘vinna fyrir e-n’. -viða l.: verða f. ‘verða steinhissa eða agndofa; †fara halloka, ráða ekki við’; sbr. nno. forvida(d) ‘gjarðbrostinn, fallinn í stafi’ (um kerald, af viður (1)) eða sk. gotn. wiþon ‘hrista’, físl. viða ‘fella, drepa’ (< *frawiþōn?). -vitinn l. ‘hnýsinn, fróðleiksfús’; sbr. fær. forvitin, nno. forviten, gd. forviden (s.m.), sæ. máll. förveten ‘frakkur’, fe. firwit ‘hnýsinn’, fhþ. firwizzi ‘forvitni’; af so. *ferwitan, sbr. gotn. fairweitjan ‘litast um, njósna’.