frær fannst í 1 gagnasafni

fræ, †fré̢ h. ‘sáðkorn, útsæði; ummyndað egg með þroskuðu kími’; frær l. (víxlmyndir frjár, frjór) ‘frjósamur, þroskavænn’; fræva, fræa, frjóa, frjóva s. ‘frjóvga’. Sbr. fær. fræ, nno. fræ, fr(j)o, fr(j)ø, sæ. frö (gotl. froy), d. frø, gotn. fraiw ‘fræ, frjókorn’; nno. fræv, frædd, frøy ‘frjór, frjósamur’, sæ. máll. frö, frödd ‘frjóvgaður’; fær. fræa s., nno. fræva, fræa seg, frøa seg ‘frjóvga, tímga’. No. fræ < germ. *fraiwa- < ie. *proiu̯o-?, af ie. rót *per- ‘fnæsa, ýra, sáldra’, sbr. frasa og froða. Af frnorr. *fraiwa- hafa æxlast víxlmyndir eins og fræ, frjó og e.t.v. *frag-, *frá-, sbr. frágeldingur og fraggeldingur. Sjá frag og frjó.