frísa fannst í 2 gagnasöfnum

frís Kvenkynsnafnorð

Frísi Karlkynsnafnorð, íbúaheiti

frís kv. (19. öld) ‘útskorin fjöl’; frísa kv. ‘útskurður á þili eða vegg, þilskor, gafldæld’; frísaþil h. ‘einsk. spjaldþil milli herbergja’. To. úr d. fris, frise ‘skurðskreyting, gafldæld, múrbrún,…’ < þ. fries ‘skreytilisti eða -band’, leitt af fr. frise ‘liðaður, hrokkinhærður’ sem líkl. er germ að uppruna. Sjá Frísi og fræsa.


Frísi k. (ft. Frísir, Frísar) ‘frísneskur maður’; sbr. fe. Frīsan, Frēsan, ffrísn. Frīsa, Frēsa, fhþ. Frieson (hljsk. : ?), (lat. Frīsiī, gr. Phrísioi). Uppruni umdeildur. Sumir telja að orðið merki hina fremstu eða þá sem búa fremst við úthafið, sbr. lat. prīmus (< *prismos) ‘fremstur’, aðrir að það tákni hina áræðnu, sk. freista, og enn aðrir að það merki hina hrokkinhærðu, sbr. ffrísn. frisle ‘lokkahár’, fe. frīs ‘hrokkinhærður’, fær. frísa ‘hártjása, lokkur’, frísa s. ‘ólaga, ýfa hárið’.