frýna fannst í 3 gagnasöfnum

frýna -n frýnu; frýnur, ef. ft. frýna

frýnn frýn; frýnt sá er ekki frýnn STIGB -ni, -astur

1 frýna s.: f. sig ‘setja upp flírusvip’; frýnn, frýnilegur l. ‘vingjarnlegur, laglegur, viðfelldinn’, sbr. ófrýnn, ófrýnilegur ‘reiðilegur, ljótur á svipinn’. Sbr. nno. ufrjone kv. ‘hranalegur, rustafenginn og klúryrtur maður’ og e.t.v. fær. fryntur, fryntaður ‘í góðu (eða vondu) skapi’ (sem gæti þó verið to., sbr. gd. frynt(e)lig ‘vingjarnlegur’ < mlþ. vruntlik (s.m.)). Lo. frýnn < *frīuni(ʀ) < *frijōni- af so. fría, frjá, gotn. frijon, sbr. *frijōða- lh.þt. sem orðmyndir eins og fsax. friuthil og fhþ. friudil eru reistar á. Skvt. Jan de Vries er frýnn í ætt við Freyr (2) eða frár og þ. froh; tæpast rétt. Sjá fría, friður og frændi.


2 frýna, frýnast (í) s. (19. öld) ‘forvitnast um, hnýsast í’; upphafl. merk. líkl. ‘hnusa af’ e.þ.h., sk. nno. fryna ‘fitja upp á trýnið, hnussa’, sæ. máll. fryna ‘hrukka nefið’, nno. frøyna ‘fnæsa; þefja, anga’ (hljsk.). Upphafl. merk. ‘blása, frussa’. Rótskylt frúsa og frýsa (s.þ.).