frakka fannst í 5 gagnasöfnum

frakki -nn frakka; frakkar frakka|kragi; frakka|klæddur; frakka|laus

Frakki -nn Frakka; Frakkar

frakkur frökk; frakkt STIGB -ari, -astur

frakki nafnorð karlkyn

yfirhöfn með ermum sem hneppt er að framan og nær niður undir hné


Fara í orðabók

Frakki nafnorð karlkyn

maður frá Frakklandi


Fara í orðabók

frakkur lýsingarorð

djarfur og framhleypinn

blaðamaðurinn var frakkur í viðtalinu við drottninguna


Fara í orðabók

Íbúar í landinu Frakkland (ef. Frakklands) nefnast Frakkar. Fullt heiti landsins er Franska lýðveldið. Lýsingarorð dregið af heiti landsins er franskur. Höfuðborg landsins heitir París.

Lesa grein í málfarsbanka


gera sér dælt við einhvern merkir: vera áleitinn eða frakkur. Sigga gerði sér dælt við ókunnuga manninn í veislunni og daðraði við hann allt kvöldið.

Lesa grein í málfarsbanka

frakka kv., frakki k. † ‘kastspjót’. Uppruni óviss, e.t.v. to. úr fe. franca ‘spjót’, eiginl. frakkneskt eða frankískt vopn (H. Falk 1914:75). Aðrir (H. Petersson 1909:39) ætla að frakka og fe. franca sé sk. forkur (s.þ.) og fsax. fercal ‘slá, slagbrandur’, sbr. fsl. pro̢žŭ ‘trjástofn, trjástubbi’ (< *pronǵ-) og enn aðrir telja að orðið sé í ætt við framea, heiti á vopni sem Tacitus segir Germani hafa notað jafnt í návígi sem fjarvígi (< *fran-k- < *fram-k-). Vafasamt. Sjá fremjar; kk.myndin frakki kemur fyrir í samsetn. eins og hræfrakki og ryðfrakki.


1 frakki k. (17. öld) ‘lélegt, gamalt og myglað hey eða tóbak; stórgert gras (flóðastör, fergin); e-ð legið og hálfónýtt eða fúið’; í samsetn. sinufrakki k. ‘sinurubb’. Uppruni óljós, gæti verið < *fraðki, sbr. fsæ. fradha, sæ. fradga ‘froða’, mlþ. vradem, vratem ‘svæla, ódaunn, andardráttur’, en ísl. frak ‘úrgangur, rusl, e-ð lélegt’ (s.þ.) mælir heldur gegn því. Orðin sýnast þó vera af þessari ætt, e.t.v. mynduð með k-viðsk. af ie. *prē-, *prǝ- í fræs og frasa, sbr. rússn. préju, pretь ‘svitna, sjóða’. Ekki er víst hvort frakki (18. öld, JGrv.) ‘gróft og stórgert fataefni’ er af þessum sama toga, en það er líklegt. Ath. -fragg.


2 frakki k. (um 1800) ‘yfirhöfn, kápa; †stélfrakki, lafafrakki’. To. úr d. frakke, gd. frak < þ. frack < e. frock < fr. froc ‘kufl’, líkl. upphafl. germ. orð, frank. *hroc (< *hrukka-), e.t.v. s.o. og þ. rock ‘frakki, yfirhöfn’. Sjá rokkur (2).


3 Frakki k. ‘frakkneskur maður’; < *frank-, sbr. mlat. francus ‘frankískur’. Frakkar eða Frankar eru tæpast kenndir við vopnið frakka, fe. franca (sbr. sax og Saxar), heldur merkir nafngiftin hina frjálsu, sbr. þ. frank ‘frjáls’, sk. lo. frakkur (s.þ.).


frakkur l. (17. öld) ‘framur, frekur, ósvífinn’; sbr. nno. frakk ‘dugandi’, sæ. máll. frakk ‘duglegur, góður’, frak ‘myndarlegur, stór’, d. máll. frag ‘stór, duglegur, sterkur’; frakki k. ‘hraustur maður’, Frakki karlmannsnafn, †akkeris-frakki (nafngift), sbr. hjaltl. frag ‘duglegur maður’. Norr. orðmyndirnar líkl. < *fraka- og *frakka-; *fraka-, sbr. fe. fræc ‘djarfur, gráðugur’; frakkur tæpast úr *franka- eða *frakna-, heldur er langa k-ið einsk. herslutákn. Sk. Frakki (3), frekur og frækinn.