fregvíss fannst í 1 gagnasafni

fregna (st. og v.)s. ‘spyrja tíðinda; fá fréttir’; fregn kv. ‘frétt, tíðindi’. Sbr. fær. fregna, nno. frega, fregna, fsæ. fräghna, sæ. máll. frega, gd. fregne, fe. frignan, fhþ. fregnan, gotn. fraihnan ‘spyrja’. Sk. fsax. frāgōn, fhþ. frāgēn (nhþ. fragen) (s.m.); sbr. ennfremur fhþ. forscōn (< *furhskōn) ‘rannsaka’, sbr. lat. precor ‘ég bið’, procus ‘biðill’, poscō (< *porḱ-sḱ-) ‘heimta, bið’, fi. praśná- ‘spurn’, fsl. prositi ‘biðja’. Í físl. koma líka fyrir n-lausar orðmyndir eins og fregaspjo̢ll h.ft. ‘tíðindi’ og fregvíss l. ‘spurull’, sbr. nno. og sæ. máll. frega ‘spyrja’; fregna í merk. ‘að fá fréttir’ líkl. < *ga-fregnan; n-ið í so. var upphafl. nt.-viðsk., en komst inn í allar kennimyndir, t.d. í fe. Sjá frétt og frægur.