fresma fannst í 1 gagnasafni

fresma kv. (19. öld) ‘einhverskonar ætandi fingurmein eða -kaun’. Efalítið to., sbr. nno. frisma ‘bólga (einkum í júgri), kaun á fæti, stór, rauð lirfa’, sæ. máll. fresma ‘bóla, rispa’, msæ. fresma ‘graftrarkýli’, mlþ. vressem, vresmen ‘útbrot’. Uppruni óljós, hugsanlega sk. fræs og frasa af germ. *fres- eða *fris- ‘blása, frussa,…’ og upphafl. merk. þá ‘uppblásið kýli’ eða ‘bóla’ eða ‘húðslettur, útbrot’. Orðið kann að hafa komist inn í ísl. úr gömlum lækningabókum, e.t.v. lágþýskum.