freyskjuviður fannst í 1 gagnasafni

freyskja kv. (nísl.) ‘gljúpleiki, groppa eða linka í viði’; freyskjuviður ‘óþéttur, gljúpur, linur viður, t.d. selja’. Sbr. sæ. máll. frusk ‘fnjóskur’, fruska ‘fnæsa, frussa’. Líkl. sk. freyr (1); < *fraus-k- frekar en < *frauð-sk- (sbr. frauð). Sjá freyr (1), frúsa, frussa (2) og frýsa.