frjálsa fannst í 5 gagnasöfnum

frjáls frjáls; frjálst þau eru frjáls ferða sinna; þau geta ekki um frjálst höfuð strokið; frjáls djass; frjálsar íþróttir; frjálsar menntir STIGB -ari, -astur

frjáls lýsingarorð

sem getur farið og gert það sem hann vill, laus

hún keypti sér bíl því hún vill vera frjáls

hundurinn fær að vera frjáls í garðinum

vera frjáls ferða sinna

vera frjáls að því að <nota símann>


Sjá 2 merkingar í orðabók

frjáls lo
eiga frjálst að <ganga úr félaginu>
af fúsum og frjálsum vilja
af frjálsum vilja
hafa frjálsar hendur
gefa <honum, henni> frjálsar hendur
Sjá 17 orðasambönd á Íslensku orðaneti

frelsi hk
[Stjórnmálafræði]
samheiti frjáls, frjálsræði, leyfilegur, réttindi
[enska] liberty

frjáls l. ‘óháður, sjálfstæður, óheftur, örlátur’; sbr. nno. frels ‘óheftur, gjafmildur’, d. frels og fri ‘laus og liðugur’, fsæ. fræls, frals ‘óháður’ (< *frī-hals ‘með óhlekkjaðan háls’?, andr. þræll). Í öðrum germ. málum er samsvarandi orðmynd no., sbr. gotn. freihals, fe. fréols, fríols, ffrank. frīhals ‘frelsi’ og fhþ. frīhals ‘frjáls maður’. Forliður orðsins svarar til gotn. freis, fsax. og fhþ. frī ‘óháður’ (sjá frí) og er efalítið í ætt við so. fría, frjá, friður og frændi og upphafl. merk. e.t.v. ‘kær’ eða ‘tilheyrandi (ást)vinahópnum’. Merkingin ‘frjáls’ í orðsiftinni kemur aðeins fyrir í germ. og keltn., sbr. kymbr. rhydd ‘óháður’, og hafa því sumir ætlað að germ. orðið væri to. úr keltn., sbr. orð eins og ambátt, embætti, ríkur og ríki (1), en sameiginleg þróun réttarhugtaka þessara þjóðflokka kemur þar eins til greina, sbr. arfur (1) og arfi (1) (s.þ.). Skvt. A. Torp (og Falk & Torp 1910:272) á lo. frí(r) ekkert skylt við fría, frjá en er í ætt við lat. prīvus ‘einn, einstæður,…’ og prīvāre ‘svipta’. Tæpast rétt. Af frjáls er leidd †frjálsa s. og †frjálsi h. Sjá frelsa.