frunsa sig fannst í 1 gagnasafni

1 frunsa, frumsa kv. (17. öld) ‘hrúður- eða útbrotabóla á andliti; kögur, traf, blúnda, þráðarendar; (ósmekklegt) rósaflúr á klæði, skreyting eða rósaflúr í útskurði’; frunsa sig s. ‘skreyta sig’. To., líkl. úr d. frynse ‘kögur, skúfar’ (sbr. nno. fruns(a)) < mlþ. frense (sbr. nhþ. franse) < fr. frange (sbr. ne. fringe) < lat. fimbria ‘þráðatrefja’. Óvíst er hvort sæ. máll. frunt ‘kögur, trefja’, fær. fruntur ‘ennistoppur’ eru af þessum sama toga, þau virðast a.m.k. hafa sætt áhrifum frá e-m öðrum orðstofni, og minna raunar á lat. frons (ef. frontis) ‘enni’, sbr. d. fronte ‘ennistoppur’, to. úr lat. Sjá frontur.