frykja fannst í 1 gagnasafni

frykja kv. (17. öld) ‘lausprjónuð, glypjuleg flík; slitið og grisið klæði; stórgert og lélegt hey; grófur viður og laus í sér’; sbr. einnig samsetn. eins og frykjuband h. ‘gróft band’, frykjumór k. s.s. freykjumór, frykjubrýni h. s.s. frekjubrýni ‘gróft sandsteinsbrýni’, sinufrykja ‘sinurubb’. Stofnsérhljóð orðsins og ritháttur óviss. Það gæti að vísu haft y í stofni, verið leitt af froki k. (s.þ.) með i-hljv., en líklegra er að það sé eiginl. s.o. og freykja, tvíhljóðið hafi grennst, t.d. í síðara lið samsetn. Sjá frikja og frekja.