fulltingr fannst í 1 gagnasafni

fullting kv., h. fulltingi h., †fullting(u)r k. ‘liðveisla, atbeini, hjálp’. Uppruni óljós. Orðið minnir á fe. fultum, ful(l)téam ‘aðstoð, hjálp, vernd’ (< *fulla-taugma-) sem líkl. á skylt við fhþ. follezi(e)hen, nhþ. vollziehen ‘framkvæma, ljúka við’, sbr. fhþ. ziohan, ziehen ‘leiða, flytja, færa’, nhþ. ziehen ‘draga’, ísl. tjóa og fulltýja ‘hjálpa, styðja’ (< *fulla-tiuh(j)an). Líkl. er kvk.myndin fullting upphaflegust og þá orðin til úr *fulltýing (sbr. fulltýja), ý-ið snemma afkringst á undan i-inu. Jan de Vries ætlar að síðari liður orðsins sé dreginn af so. tengja. Ólíklegt. Af fullting er leidd so. fulltingja ‘stoða, hjálpa’.