furtr fannst í 1 gagnasafni

furtur k. (17. öld) ‘durtur, durgur; hrotti, ruddi’; furt(u)r kemur einnig fyrir sem auknefni í fnorr. Sbr. nno. furt k. ‘fúss, það að vera móðgaður’, furta s. ‘vera móðgaður, hafna boðum, halda sig fjarri’, furten ‘móðgunargjarn’. Uppruni ekki fullljós. Ísl. firta (s.þ.) og fær. firta, firtin gætu verið af þessum stofni, en sumt bendir til að þau orð hafi frekar i en y í stofni (sbr. gd. firten) og séu leidd af so. að firra. Líkl. á furtur sk. við so. freta, frata og fertill aukn., sbr. d. fjærte ‘freta’ og þ. furz, lþ. vurt, vort ‘fretur’, og upphafl. merk. þá ‘(ólundar)snugg’ e.þ.h., sbr. fuss. Í sæ. máll. kemur fyrir furra s. ‘vera firtinn’ og furrig l. ‘móðgunargjarn’ sem e.t.v. eru runnin frá skyldri rót (ie. *per-, *pers- ‘fnæsa, blása,…’). Sbr. og orðtakið: fylgjast að furtur og hnakki, þar sem furtur gæti merkt ‘rass’.