fygli fannst í 1 gagnasafni

fygla s. ‘veiða fugla; draga sigmann og veiði hans upp (á bjargbrún)’; sbr. fær. fygla ‘veiða fugla (í bjargi)’ og (óhljv.) nno. fugla, fe. fuglian, fhþ. fogalōn ‘veiða fugla’. Af so. fygla er leitt no. fygling kv. ‘fuglaveiði í bjargi’, sbr. fær. fygling (s.m.) og fyglingur k. ‘sigmaður’; sbr. einnig †fyglari k. s.s. fuglari og fygli kv., h. (fno.) ‘fuglaveiði’. Öll eru þessi orð leidd af fugl, einnig -fygli h. (< *-fuglia-) í samsetn. eins og illfygli, sbr. nno. fygle ‘flögrandi eða flöktandi vera’. Sjá fugl.