fyrr fannst í 6 gagnasöfnum

snemma Atviksorð, stigbreytt

snemmt Atviksorð, stigbreytt

fyrr löngu fyrr; fyrr en síðar; fyrr meir STIGB hástig fyrst (sjá § 14.2.4 í Ritreglum)

snemma

snemmt of snemmt

fyrr atviksorð/atviksliður

á tíma sem er á undan umræddum tímapunkti

ég fór fyrr á fætur en þú

fyrr á tímum

fyrr á öldum

fyrr eða síðar


Fara í orðabók

snemma atviksorð/atviksliður

þegar stutt er liðið á daginn, árla

hún mætir alltaf snemma til vinnu


Sjá 2 merkingar í orðabók

snemmt lýsingarorð

fljótt

það er of snemmt að segja til um skemmdirnar


Fara í orðabók

fyrr ao

snemma ao
snemma að morgni
snemma sumars
taka daginn snemma
snemma á morgnana
snemma morguns
Sjá 12 orðasambönd á Íslensku orðaneti

Atviksorðið snemma stigbreytist þannig: snemmafyrrfyrst.

Lesa grein í málfarsbanka


Orðasambandið hvorki fyrr né síðar er farið að merkja eitthvað í líkingu við: aldrei fyrr. Því eru farnar að heyrast setningar á borð við: hvorki fyrr né síðar hefur eins hæfileikaríkur einstaklingur komið fram á sjónarsviðið og sá sem nú tekur til máls. Samkvæmt upprunalegri hugsun á bak við orðasambandið er þetta ekki fyllilega rökrétt setning. Strangt til tekið er aðeins hægt að nota orðasambandið þegar verið er að tala um eitthvað í fortíðinni: hvorki fyrr né síðar hefur eins hæfileikaríkur einstaklingur komið fram á sjónarsviðið og sá sem tók til máls þetta kvöld fyrir hartnær einni öld.

Lesa grein í málfarsbanka

fyrr, fyr ao. ‘áður’; sbr. fær. og nno. fyrr, sæ. för, d. før; < *furiz mst.-mynd; sjá fyr (1) og fyrir (1); hst. fyrst, sbr. fær. og nno. fyrst, d. først; fyrri l. mst. ‘sem er á undan í tíma eða rúmi’, sbr. fær. fyrri, nno. fyrre, d. førre, sæ. förre, < *furizan-, sbr. fhþ. furiro (s.m.); fyrstur l. hst., sbr. fær. fyrstur, nno. fyrst, sæ. först, d. først, fe. fyrst, fhþ. furist; < *furista-. Sjá for- (3), fursti, fyr (1) og fyrir (1), fjarri og forn.


snemma, †snimma ao. ‘árla (dags), fljótt, fljótlega; †þegar í stað,…’; sbr. fær. snimma, nno. snemme ao. (smim(me) l.), sæ. máll. snim(m)a, fsæ. snimma(n), snimt, fd. snimmen, fsax. snimo (undir eins). Af sama toga og fsax. sniumi ‘skjótur’, fe. snéome ‘fljótur, fljótt’ og fhþ. sniumi ‘fljótur’, sniomo ‘strax, fljótlega’; sbr. og gotn. sniumundo ‘skjótt’. Ao. sýnist leitt af germ. lo. *sneumi- eða *sneumia- ‘skjótur, fljótur’, sem líkl. er sk. snúa og snöggur (2). (Í norr. málum sýnist , síðari hluti tvíhljóðsins eu, iu hafa samlagast m); orðmyndin snimmendis (sbr. og bráðendis) minnir á gotn. sniumundo að því er til orðmyndunar tekur.