g fannst í 4 gagnasöfnum

g g-s; g g-ið hefur fallið niður

G G-s; G G-ið á að vera lítið g

Orðið gramm er hægt að skammstafa með alþjóðlegu skammstöfuninni g eða íslensku skammstöfuninni gr. sem er þó síðri því að hún gæti ruglast saman við skammstöfunina fyrir orðið grein (gr.).

Lesa grein í málfarsbanka

gramm hk
[Læknisfræði]
samheiti g
[skýring] Massaeining (þyngdareining) í alþjóðlega metra-, kílógram-, sekúndukerfinu.
[enska] gram

G
[Tölvuorðasafnið] (í tölvutækni)
[skilgreining] Forskeytið gíga-, ( 230 ) eða 1~073~741~824.
[skýring] Forskeytið gíga- stendur venjulega fyrir töluna ( 109 ). Í tölvutækni er tvíundakerfið notað og því þykir hentugra að gíga- standi fyrir ( 230 ), t.d. í GB fyrir gígabæti.
[enska] G

g- (leif af) forskeyti í orðum eins og glíkur, gnógur og granni; sbr. fe. og fsax. ge-, fhþ. ga-, gi- (ka-, ki-), nhþ. ge-, gotn. ga-; svarar líkl. til lat. co-, com- og cum (fs.) ‘með’, fír. com-, cum- og co-n (fs.). Þetta forsk. er að mestu horfið í norr. málum en merkti í öndverðu ‘sam-’, sbr. granni, eiginl. ‘sá sem býr í sama ranni eða húsi’; það var og oft notað með so. sem einsk. fullnaðartákn, sbr. gotn. saihwan ‘sjá, horfa’: gasaihwan ‘koma auga á’.