gálmast fannst í 1 gagnasafni

gálm, gálma kv., gálmi, gálmur k. (17. öld) ‘mistvinnun eða snurða á bandi, hóll eða misfella á vef, bugða eða geifla á vegarkanti’; í óeiginl. merk.: g. kom á vináttuna; gálm h. ‘skakkt eða ójafnt prjón’; gálma s. ‘mistvinnast, mynda flækjubugður (um lóðir), vera ójafnt, gúlpast (um prjón og vefnað)’; gálmast ‘fara úr lagi, mistakast’; gál(m)tvinna kv. ‘mistvinnun á þræði’; gálmþráður k. (s.m.). Uppruni óljós. Hugsanlega sk. fe. gielm ‘bundin, vöndull’ og gotn. gilþa ‘sigð’. Þessi orð eru raunar oft talin af ie. *ǵhel- ‘skera’, en gætu eins vel verið af *ghel- ‘beygja, snúa’, sem kynni einnig að eiga sér fulltrúa í gr. kholádes ‘þarmar, innyfli’ og e.t.v. í gr. khélȳs ‘skjaldbaka’; gálm, gálma tæpast sömu ættar og gálm(u)r og fhþ. galm ‘glymur,…’ og merkingarferlið ‘hávaði > vindur > vindbára > alda > bugða’; sbr. gálpa, gúlpur, gylfra. E.t.v. er örn. Gálmaströnd (Eyjafirði, Strandas.) líka af þessum toga. Sjá gálmurða, gulmurða.