gípur fannst í 1 gagnasafni

1 gípa kv. ‘stórt ílát, gímald; átvagl, eyðsluseggur; djúp dæld; skessa, skass; nafn á þokunni’; í samsetn. fégípa ‘ágjarn maður’. Sbr. nno. gîpe kv. ‘skurður, djúpt sár, pokaop’, sæ. (munn)gipa ‘munnvik’; gípa s. ‘gapa, gína: g. yfir e-u’, sbr. nno. og sæ. máll. gipa ‘gapa, grípa andann á lofti’, holl. gijpen ‘súpa hveljur’, fsax. gipan ‘gapa’; gípi h. ‘hyldýpi’; gípur k. ‘hellisgjögur; †viðurnefni; gin, goggur; skref, fótabil?’: stíga gípinn ‘tvístíga, stíga fram á fótinn, bera sig mannalega’, sbr. stíga geipinn (s.m.); sbr. nno. gip k. ‘gin, kjaftur, trýni’; skergíp(u)r k. † ‘höfuðstórt furðudýr; fugl’. Sjá geipa.


2 gípa s. (nísl.): g. klýfirinn ‘sleppa klýfisskautinu við vendingu’. To. úr d. gibbe (sbr. nno. gipa, sæ. gip(p)a) < holl. gijpen ‘grípa andann á lofti; færa (segl)bómuna til við vendingu’; sbr. gípa (1).


3 gípa s. (nísl.) ⊙ ‘hvippa, bregða taumi um öngulodd’; sbr. gippa (s.m.) (s.þ.).