gagháls fannst í 1 gagnasafni

gaga s. † ‘spotta, hæða’; sbr. nno. gag ‘aftursveigður’, gaga ‘reigja sig aftur á bak, teygja fram höfuðið’, sæ. máll. gager ‘óvarkár, galgopalegur, framhleypinn’, mhþ. gagen, svissn. gagen, gageln, ‘rugga til, skjögra’. Af germ. rót *ga-g- ‘gapa, sveigjast til’ (sbr. gana og gapa); merkingin ‘spotta’ e.t.v. runnin frá ‘að gapa’ eða ‘skæla sig’. Af sama toga er gagháls k. ‘sá sem reigir eða teygir hálsinn’ og gagur l. ‘öfugsnúinn, einrænn, brattur’, gagur h. ‘önuglyndi, sérviska, stríðni, dylgjur’, gagra s. ‘sveigja (e-n) til hliðar, reika, taka sig út úr’, gagari k. ‘flysjungur, gasprari’, gag(a)raljóð h. og gagralag h. ‘sérstakur bragarháttur’. Sbr. nno. gagr, gagar ‘aftursveigður’ og svissn. gagern ‘rugga, skjögra’. Sjá geggjast, gegla, gjögra, gógr, gægjast og gógla; ath. gagar(r).