galdr fannst í 1 gagnasafni

gald h., gald(u)r k. † ‘harðtroðinn snjór; hjarn’; sbr. nno. gald k. ‘harðtroðinn jarðvegur; klettagata’, hjaltl. gall, gald ‘harður’ (to. í e. galt, gault ‘leir’). Skvt. A. Torp hljóðavíxlan úr *gad(d)l- (< *gazdla-), sbr. gaddur (2). Ólíklegt, jafnt með hliðsjón af orðmyndun og hljóðþróun, auk þess koma jalde, jaude í fr. örn. og ít. calto ‘harðvelli’, sem talin eru germ. to. ‒ og væru þá líkl. í ætt við norr. gald, gald(u)r ‒ ekki heim við slíka upprunaskýringu. Norr. gald, gald(u)r fremur < *galðá-, *gálþa- og líkl. sk. lo. geldur (s.þ.). Sæ. máll. gallgrund ‘ófrjó landspilda’, gallstrand (s.m.) og gallsnö ‘þunnt snjólag’ gætu verið af þessum sama toga (< *gálþa-); öllu vafasamara er um forliðinn gall- í ísl. og fær. gallharður (sbr. gall- (3) og gall(u)r).