galjánur fannst í 1 gagnasafni

galjárn, galíón h.ft., galjánur, galjónur kv.ft. (17. öld) ‘lufsur eða trosnaðir þræðir sem hanga niður úr flíkarfaldi’. To. og líkl. s.o. og galíón kv. ‘seglskip af sérstakri gerð; skipstrjóna’ < d. galeon < sp. galeón < mlat. galea ‘skip’ (sbr. galeiða); d. galion, sem eiginl. er s.o., var m.a. notað um fremsta hluta skipsins, skurðflúr og stafnskraut ýmiskonar, og hefur merkingin í galjárn líkl. æxlast þaðan. Af sama toga og galíón er galías k. ‘seglskip af sérstakri gerð (með skonnortulagi og kútterssiglingu)’, to. úr fr. galeace, < ít. galeazza leitt af mlat. galea ‘skip’.