gamðir fannst í 1 gagnasafni

gamðir k. † ‘haukur, fálki’ (í skáldam.). Orðið er líkl., eins og mörg önnur fálkaheiti, nýgervingur frá þeim tíma er fálkaveiðar tóku að tíðkast á Norðurlöndum (á 9. og 10. öld e.Kr.). Líkl. sk. nno. gama seg ‘skemmta sér’, sbr. gaman; gamðir e.t.v. *gam-þér, sbr. -þér, og upphafl. merk. ‘fugl sem menn tömdu og höfðu sér til gamans’.