gaman fannst í 6 gagnasöfnum

gaman -ið gamans þykja gaman að syngja; hafa gaman af tónlist; gera að gamni sínu; til gamans; gaman|þáttur

gaman nafnorð hvorugkyn

það sem er skemmtilegt

vera fjarri góðu gamni

vera ekki með, missa af einhverju skemmtilegu eða mikilvægu


Fara í orðabók

gaman no hvk
sér til gagns og gamans
að gamni sínu
í gamni
gera að gamni sínu
gera sér að gamni við <hann, hana>
Sjá 16 orðasambönd á Íslensku orðaneti

Orðið gaman er hvorugkynsorð í eintölu.

Lesa grein í málfarsbanka


Nokkur orðasambönd
Hafa gaman af einhverju. Þeir hafa gaman af fótbolta.
Það er gaman að einhverju. Það er oft mjög gaman að vitleysunni í henni.
Henda gaman að einhverju. Nemendurnir henda gaman að kennaranum.

Lesa grein í málfarsbanka


Notkun forsetninga með no. gaman (hk.) er stundum á reiki í nútímamáli, upp kemur vafi hvort nota skuli fs. eða af. Í langflestum tilvikum er merkingarmunur þessara tveggja forsetninga reyndar skýr, merking ræðst þá m.a. af því hvort vísað er til hreyfingar ‘hvert’ eða hreyfingar ‘hvaðan’, t.d. fara (rétt/rangt) að e-u [aðferð; aðför]; ganga (hart) að e-m [aðgangsharður]; e-ð gengur af (e-u) [afgangur] og ganga af e-m dauðum. Hér sem endranær sker merking úr. Nú skal örfáum dæmum með stofnorðinu gaman teflt fram ásamt vísbendingum um vísun og merkingu innan hornklofa:

að gamni sínu ‘samkvæmt, eftir’:
Að gamni mínu gjörði eg sagði barnið ... (s17 (GÓl 10));
Líkamslosti á þessu landi er hafður í ráðum [þ.e. ræðum] á milli manna að gamni svo sem ofdrykkja í Norvegi (Íslhóm 99v6).

gaman er að e-u [kyrrstaða; hvar > ‘með tilliti til’]:
Ekki er gaman að guðspjöllunum, enginn er í þeim bardaginn (ÞjóðsJÁ II, 519);
Gaman er að börnunum,’ sagði bóndinn, hann átti sjö fíflin og áttunda umskiptinginn (m17 (JRúgm I, 140)).

gera sér gaman af e-u [hreyfing; hvaðan]:
gera sér gaman af litlu;
hann vissi fyrirsát Laugamanna fyrir Kjartani og vildi eigi segja honum en gerði sér af gaman og skemmtan af viðskiptum þeirra (m14 (ÍF V, 160)).

hafa gaman af e-u [hreyfing; hvaðan]:
Hafa gaman af knattspyrnu/bóklestri ...;
höfum vér gaman af öllu sem oss lystir (ÍF IX, 9 (1330–1370));
Hvort sem satt er eða eigi þá hafi sá gaman af, er það má að [gamni] verða, en hinir leiti annars þess gamans er þeim þykkir betra (FN III, 151 (1300–1325)).

henda gaman að e-u [hreyfing; hvert]:
hann henti alltaf gaman að sjálfum sér (m20 (Móð II, 67));
*Fyrr var oft í koti kátt, / krakkar léku saman, / þar var löngum hlegið hátt, / hent að mörgu gaman (ÞErl 5);
því að óskírð [‘óhrein’] eru þess eyru er gaman hendir að illum tíðindum eða sauryrðum (Íslhóm 85v16; GNH 55);
hvorki hentu þeir gaman að leikum né annarri skemmtun (ÍslLaxd 1643).

Í ofangreindum orðasamböndum hefur málbeiting verið í föstum skorðum frá elstu heimildum fram til nútímamáls en nú virðist í sumum tilvikum gæta óvissu, skilin á milli af og eru stundum óljós. Íhugunarvert er að svo virðist sem merkingarmunur nánast hverfi í tilteknum samböndum en það fyrirbrigði er reyndar hundgamalt, t.d.:

auðugur að/af e-u; birgur að/af e-u; ríkur að/af e-u; snauður að/af e-u; hreinsa e-ð að/af e-u o.fl.

Í næsta pistli verður litið á nokkur dæmi af þeim toga.

***

No. fásinna (kvk.) merkir í elsta máli (Alþ II, 179 (1590)) ‘bjánaskapur; óvit; brjálsemi’ en í nútímamáli mun algengasta merkingin vera ‘heimska, ósvinna, rugl’, t.d.:

Vér erum aldir upp í þeirri fásinnu að vænta alls af öðrum (NF XXI, 114 (1861));
Hann segir að þetta sé fásinna af henni að neita svo hverjum manni (m19 (ÞjóðsJÁ II, 231)).

No. fásinni (hk.) er kunnugt í síðari alda máli í merkingunni ‘fásinna’ (f20 (Vestfþjóðs III 1, 63)) en beina merkingin ‘fámenni; það að hafa fáa fylgismenn/fá hjú’ mun vera úrelt. Hún er kunn í fornu máli, t.d. í Brennu-Njáls sögu:

Hefir þú og lítt riðið til alþingis eða starfað í þingdeildum og mun þér kringra [‘auðveldara’]  að hafa ljósaverk [‘mjólkurstörf’] að búi þínu að Öxará í fásinninu [‘fámenninu; þar sem fátt er hjóna’] (ÍF XII, 305 (1330–1370)).

Ég nefni þetta hér því að þótt ég hafi lesið Brennu-Njáls sögu oftar en ég hef tölu á tók ég fyrst nýlega eftir þessari merkingu no. fásinni. – Þetta sýnir það sem flestir munu vita að alltaf lærir maður eitthvað nýtt, sama hve oft Njála er lesin.

Jón G. Friðjónsson, 20.10.2017

Lesa grein í málfarsbanka

gaman hk
[Upplýsingafræði]
samheiti fyndni, gamanmál, skop
[enska] humour,
[norskt bókmál] humør,
[danska] humorhumør,
[hollenska] humor,
[þýska] Humor,
[sænska] humör,
[franska] humour