gamban fannst í 2 gagnasöfnum

gamba -n gömbu; gömbur, ef. ft. gambna gömbu|strengir

gamban- † áhersluforliður í †gambansumbl h. ‘stórveisla’, †gambanreiði kv. ‘mikil reiði’, †gambanteinn k. ‘töfrasproti’. Uppruni óljós og umdeildur. Tæpast < *ga-amban, sk. ömbun (umbun) og afl eða < *gand-band-, sbr. gandur. Galdra- eða töframerkingin í orðinu (t.d. í gambanteinn) er vísast afleidd. Líkl. er gamban- fremur sk. gaman og gambur (1); rót eða orðstofn sem táknaði ‘að stökkva’ eða ‘hoppa’ gat vel alið af sér merkingar eins og ‘kæti og oflátungshátt’ eða ‘röskleika og kraft’, sbr. fhþ. gambar ‘öflugur’ og germ. þjóðflokksheitið Su-gambri sem vel geta verið af þessum sama toga; fe. gambe, fsax. gambra ‘skattur, afgjald’, sem oftast eru skýrð á annan veg, gætu m.a.s. heyrt hér til (upphafl. merk. ‘glaðningur, styrktargjald’ eða ‘búsafrakstur, arður’, sbr. lat. scatēre ‘vella upp,…’, lith. skatau, skasti ‘stökkva upp, hoppa’, þ. máll. schåden ‘gefa af sér, skila góðri eftirtekju (um korn)’ og mholl. schâde ‘skattur, afgjald; okur’). Sjá gaman og gambur (1).