gandólfur fannst í 1 gagnasafni

gandólfur k. (nísl.) ‘grófgerður maður’. Sjá göndull (1).


1 göndull, †go̢ndull k. ‘vöndull, e-ð flækt og samansnúið; gróft band; jarðvöðull; †galdrasproti; sköndull’. Orðið er leitt af gandur (1); < *gandula- < *ganðula-. Af göndull er leitt Óðinsheitið Go̢ndlir k., eiginl. ‘sá sem ber geir eða töfrasprota’, og nísl. so. göndla ‘snúa upp á, vinda saman,…’. Einsk. víxlmynd við göndull er göndólfur, gandólfur k. (nísl.) ‘jarðvöðull, grófgerður maður, göndulsleg flík, þófinn vettlingur’, sbr. víxlmyndir eins og vösull (1) og vösólfur; sbr. einnig Gandálfur. Sjá gandur~(1).