gangverja fannst í 1 gagnasafni

gangvari k., gangvera, gangverja kv., gangværur kv.ft. ‘ígangsföt, klæði,…’. Síðari liður orðsins er sk. ver (7), vesl (1) og gotn. wasjan ‘klæða’. Sjá ofangreinda viðliði á sínum stað. Ath. -vari (3), vasi (2) og -værur.


2 verja kv. ‘flík, fat’, sbr. og sams. gangverja kv. ‘ígangsklæði’; sbr. fær. verja kv. ‘yfirhöfn, flík,…’, nno. -verje kv. í sams. gangverje kv. ‘ígangsflík’ og likverje kv. ‘líkklæði’, fgotl. likvari ‘nærfatnaður’ og mhþ. gewer kv. ‘klæðnaður, búnaður’. Stundum er torvelt að greina þessa orðsift frá verja (1), en hún er þó af öðrum toga; verja < *wazjōn, sbr. gotn. wasjan, fe. werian ‘klæða(st)’. Sjá verja (3 og 5), vera (4), -veri (2), -verir, -vari (3), ver (7) og vesl (1); ath. vasi (2).