ganimaðr fannst í 1 gagnasafni

gana s. ‘ana, flana; †gapa; stara, glápa’; sbr. nno. gana ‘teygja fram höfuðið’, sæ. máll. gana ‘góna upp í loftið, gapa, glápa’, jó. gane ‘góna’ og e.t.v. fær. gána ‘reigja hálsinn, góna, gapa’ (sem virðist þó hafa sætt áhrifum frá gáa ‘gá’). Sbr. ennfremur fe. ganian, mlþ. jānen ‘gapa, geispa’, gr. khaínō ‘gapa’, khános ‘gap, gjá’. Af gana er leitt no. gan h. ‘flan; †gapan; óp’, sbr. nno. gan h., sæ. gan kv. ‘gap, gin’, jó. gane, nno. og sæ. máll. gan ‘tálknop’; gani k. ‘gapi, framhleypinn maður; vindur’; †ganimað(u)r k. aukn. Sjá gansi, ganti, genja, genta, getta (1), gámur, góna og go̢nsuð(u)r.