gaufra fannst í 1 gagnasafni

gaufa, gaufra s. (17. öld) ‘dunda; †þukla, fálma’; gauf h. ‘droll, seinlæti; fálm’; gaufrinast s. ‘slóra’ (af *gaufrin(i) h. ‘drollari’?). Tæpast sk. geyfa og gufa, með því að merkingar eins og ‘fálma’ samræmast illa slíkri ættfærslu. Líkl. af sama toga og nno. gauv l. ‘reigður’, sæ. máll. gäua sig ‘bogra’, gäuhärduger ‘boginn í herðum og álútur’, nno. guva ‘sitja boginn og álútur’, gobb ‘herðar, herðabunga’, sbr. lettn. gubu, gubt ‘síga saman, bogna’, fsl. *gybŭkŭ ‘boginn’, rússn. gibkij ‘sveigjanlegur’, lith. dvì-gubas ‘tvöfaldur’ (eiginl. ‘tvíbeygður, samanbrotinn’). Af germ. rót *gū̆ƀ-, *gū̆p- (ie. *gheu-bh-, *gheu-b-) ‘beygja, vera boginn’. Sjá gof, gofra, gúfaldi og gumpur.