gaukari fannst í 1 gagnasafni

1 gauka s. (17. öld) ‘gefa frá sér hljóð, kvaka, tísta; gorta, hreykja sér; hvísla e-u að e-m, fá e-m e-ð með leynd’: g. e-u að e-m; g. um e-ð ‘hafa orð á e-u, ljóstra e-u upp’; gauk h. ‘kvak eða tíst í gauki; gort, rembingur’; gaukari k. ‘gortari, monthani’. Sbr. nno. gauka ‘masa, þvaðra; síendurtaka e-ð’, sæ. máll. gauk, geuk ‘gala (um gauka og hana), þvaðra, æpa, syngja’. Sjá gaukla og gaukur (1).