gaurr fannst í 1 gagnasafni

1 gaur, †gaurr k. ‘stöng, stólpi, viðarraftur; ljótur, hálfrifinn staur, maðksmoginn rekaviðarbútur; digur og langur nagli, gróf og léleg nál; lastyrði um mann; langur sláni, óheflaður maður, dóni, óþokki; †þorskur?’; sbr. fær. geyrur ‘þöngull’, nno. gaura s. ‘vaxa ört, blása í sundur’, gaurfure kv. ‘furutré sem vaxið hefur of hratt’. Uppruni óljós; orðið getur ekki verið sk. gotn. gaurs ‘hryggilegur’ af merkingarlegum ástæðum eða nno. gorre, sæ. máll. gårre, gurre ‘piltungur, strákur’, ír. gerr ‘stuttur’ (ie. *ǵhers-) af hljóðfræðilegum orsökum. Bæði mynd orðsins og merking benda til þess að það sé komið af germ. rót *gau-(r)-, e.t.v. af ie. *ǵhēu-, *ǵhǝu- ‘gapa, gína’. Hugsanleg skyldleikatengsl við fe. gorian, gorettan ‘góna, stara’ sem og merk. orðmynda eins og gaur (2), gaur- (3) og gauri styðja þá hugmynd ‒ og þá líklegt að upphafl. merk. orðsins gaur hafi verið ‘rifinn raftur eða klofatré’ e.þ.h. Af gaur er leidd so. að gaurast ‘haga sér gaurslega, garfa í e-u’. Sjá gaur (2 og 3), gaura, gauri og gaurildi; (gaur tæpast < *gaƀura-, sbr. *gafa og gaul (2)).