gegnt fannst í 6 gagnasöfnum

gegn 1 gegn; gegnt góður og gegn maður STIGB -ari, -astur

gegn 2 rísa gegn valdinu; opið í gegn

gegna gegndi, gegnt gegna ýmsum störfum; gegna yfirvaldinu; gegna fénu (sjá § 20.2 í Ritreglum)

gegnt þau sitja gegnt glugganum

gegn lýsingarorð

sem hefur mikla mannkosti, mætur

gegn þjóðfélagsþegn


Fara í orðabók

gegn forsetning

um andstöðu, viðnám

margir hafa snúist gegn áformum ríkisstjórnarinnar

búið er að þróa nýtt bóluefni gegn sjúkdómnum


Sjá 3 merkingar í orðabók

gegna sagnorð

fallstjórn: þágufall

hlýða (e-m)

hann gegndi ekki mömmu sinni

við gegnum fyrirmælum verkstjórans


Sjá 3 merkingar í orðabók

gegnt forsetning

andspænis

myndin hangir á veggnum gegnt dyrunum


Fara í orðabók

Upp­haf­lega var gegn fall­orð sem ­notað var með for­setn­ingu (í gegn) og þá til að vísa til stefnu líkt og fsl. á bak, á/í mót, á/í milli, á/í meðal og í kring (< hring) um. Upprunaleg mynd er því í gegn, ýmist í beinni merkingu eða yfirfærðri, t.d.:

sá er eigi er með mér, í gegn er sá mér (Matt 12, 30 (Íslhóm 39v15 (1200))); Stöndum vér hraustlega í gegn [‘á móti’] freistni fjanda (Leif 167 (1150)); lagði ilminn eigi síður í gegn [‘á móti’] vindi en forvindis [‘undan vindi’] (ÓT II, 190);
leituðu ljúgvitna í gegn honum (Íslhóm 78v17);
standa í gegn e-u [‘á móti’] (Leif 29, 100);
berjast í gegn e-u/e-m (Leif 59, 62);
mæla í gegn e-u (Leif 64).

Forsetningin í gat þegar í fornu máli fallið brott (s13) og þá stendur nafnorðið gegn eitt eftir sem forsetning, t.d.: †vera hon­um í gegngegn hon­um, sbr. einn­ig lo. gegn (‘beinn’): fara hinn gegnsta veg.

Gegn er ým­ist ­notað eitt sér, með forsetningunni í eða aukið forsetningunni um, sbr. (í) gegn­um < í gegn um, t.d.:

Hann lagði Sigurð sverði í gegnum sofanda (SE 161);
Hallfreður lagði saxinu í gegnum hann (ÓT II, 25);
en sjá þykkjumst ek Eirík í gegnum (ÍF XIII, 307).

Í fornu máli merkti orðasambandið ganga í gegn e-u ‘ganga á móti e-u > viðurkenna e-ð’ en í síðari alda máli verður hin neikvæða merking ofan á: ‘vera andsnúinn (e-u), þræta fyrir e-ð.’

Jón G. Friðjónsson, 11.6.2016

Lesa grein í málfarsbanka


Forsetningin gegnt er upphaflega hk.et. af lo. gegn. Merkingin er ekki margbrotin, ávallt svipuð ‘andspænis, á móti’, t.d.:

Hann/hún situr gegnt mér;
gegnt húsinu er banki;
Fyrir handan ána gegnt bænum (m19 (ÞjóðsJÁ1 II, 112));
liggja gegnt e-m (m17 (JÓlInd 225));
skipti því mitt í tvo hluti, og lagði partana hvern gegnt öðrum (s16 (1.Mós 15, 10 (GÞ))).

Forsetningin gegnt er algeng í fornu máli, t.d.:

Hrappur hét maður, er bjó í Laxárdal fyrir norðan ána, gegnt Höskuldsstöðum (ÍF V, 19);
Á hinn óæðra bekk ... gegnt öndvegi mínu (ÍF XII, 211);
þeir fundu og Þórð leysingja gegnt honum, undir hliðarvegginn (ÍF XII, 344); Í öðru öndvegi gegnt honum sat Björn (Flat II, 121);
Jarl settist gegnt honum (Flat II, 159);
[jörð] á reka allan frá steini hinum stóra er stendur í flæðinni gegnt garðsendanum (IslDipl 229 (1421));
lagðist niður í setið gegnt lokrekkju bónda (ÍF VII, 119);
Ljós brann í stofunni gegnt durum (ÍF VII, 211);
stóðu gegnt þeim Þorsteini (Sturl I, 205);
þá var Helgi kominn gegnt þeim (Sturl I, 485).

***
             
Svo kallaðan Valgauts þátt er einungis að finna í Ólafs sögu helga hinni mestu. Þar getur að líta margt merkilegt, m.a. tvo málshætti (eða sannmæli) sem eru einstakir að því leyti að þeir eiga sér enga hliðstæðu og trúlega eru þeir framandlegir í nútímanum og torskildir og af þeirri ástæðu voru þeir ekki teknir með í Orðum að sönnu. Til gamans skal þeim teflt fram hér:

Svo fremi er reynt við ríka menn að þrisvar sé farið [‘þegar voldugir menn eiga í hlut er þá fyrst fullreynt er þrívegis hefur verði reynt’] (ÓH 789 (1400–1425));
Minni verður afdeilingur þegar maðurinn er sjúkur [‘framlag sjúks manns verður minna en ella’] (ÓH 789 (1400–1425)). 

Jón G. Friðjónsson, 18.6.2016

Lesa grein í málfarsbanka

á móti
[Sjómennsku- og vélfræðiorð]
samheiti gegn
[enska] versus

gegn
[Sjómennsku- og vélfræðiorð]
[enska] versus

1 gegn l. ‘beinn (stuttur, fljótfarinn); dugandi, góður, hagkvæmur, þarfur’; sbr. nno. gjegn ‘beinn, stuttur, hentugur, blátt áfram’, sæ. máll. gen ‘stuttur, beinn (um veg)’, d. máll. gjen (s.m.), sæ. genast ‘undir eins’. Sbr. og fe. gegn, gēn ‘beinn, sléttur (um veg)’. Í öðrum germ. málum kemur orðstofn þessi aðeins fyrir sem forliður í sams. eða sem fs. (ao.) eða so. Sjá gagn- (2), gegn- (3) og gegn (2). Af sama toga er so. gegna ‘svara, hæfa, hlýða, sæta’, sem virðist tengd bæði lo. og fs., sbr. nno. gjegna ‘koma á móti, svara, gæta,…’, sæ. máll. gena ‘mæta, hindra, hrekja aftur’, d. gjenne ‘reka til baka’, fe. ge-gegnian, fhþ. gegenen, gaganen ‘mæta’. Hvk. af lo. gegn ɔ gegnt er notað sem fs. og ao., sbr. og sæ. gent (i mot) ‘beint á móti’. Uppruni þessa orðafars er óljós og óvíst hvort nafnyrðin (no. og lo.) eru mynduð af fs. eða öfugt sem er líklegra. Skvt. Falk & Torp (1910:314) er upphafl. mynd orðsins *ga-gana, af forsk. ga- og *gana- lh.þt. af germ. *gē- (í ne. go, nhþ. gehen), sbr. lat. contrā ‘á móti’, af com- ‘sam-’ og trā (< *-t(e)ro-). Lítt sennilegt. Sama á við um tengsl fi. jaghána- ‘klof, þjóhnappar’, gr. kokhó̄nē ‘bil milli læra’. Germ. orðin sýnast ekki eiga sér samsvörun í öðrum ie. málum og eru e.t.v. germ. nýmyndun; lo. gegn (gagn-) (< *gagina-, *gagana-) e.t.v. upphaflegast og no. og fs. af því leidd. Það gæti átt skylt við so. gaga og upphafl. merk. verið ‘sem gín við, blasir á móti’. Sjá gagn (1), gegn (2 og 3) og gögn (2).


2 gegn fs., í gegn, (í) gegnum (fs.) ‘á móti; inn og út um e-ð’; sbr. fær. ígegn, d. igen, fsæ. gen; fe. gegn, ongegn, fsax. gegin, angegin, fhþ. gegin, angagin, gagani (< *gaganai með þgf. eða stf.end.); sbr. ennfremur nno. gjenom, sæ. genom, d. gennem (eiginl. þgf.ft.) og fe. tō-gegnes, fsax. tegegnes (ef.et.). Sýnist svo sem hér sé um fallmynd af nafnyrði að ræða, sem notuð er sem forsetning, ýmist ein sér eða með forskeyttu smáorði (fs.). Sjá gagn (1), gegn (1) og gögn (2).


3 gegn- forliður í samsetn. ‘móti, gegnum’; sbr. nno. gjegn-, sæ. og d. gen-, þ. gegen-. Sjá gagn- (2).