geis fannst í 1 gagnasafni

geisa s. ‘æða, ólmast (t.d. um eld og sóttir); láta æsilega (um fólk)’; sbr. fær. geisa ‘bála upp, teygja sig hátt (um loga)’, geisa kv. ‘geisli’, nno. geisa ‘gufa út, æða (um sóttir o.fl.), ærast’, d. máll. (borgh.) gjeisa kv. ‘ólga, æði, áköf löngun’. E.t.v. sk. gotn. usgaisjan ‘hræða’, us-geisnan ‘óttast’, nhþ. og fhþ. geist, fe. gāst, ne. ghost ‘andi, vofa’, fpers. (avest.) zaēša- ‘skelfilegur’; af ie. *ǵhei-s- ‘æsa, skelfa’, af sama toga og *ǵhē̆i-, *ǵhei-s- í geir (1) og fi. hinóti ‘reka áfram, slöngva’. Aðrir ætla að ísl. geisa og fær. og nno. geisa sé sk. eisa ‘eldur’, < *ga-aisōn. Vafasamt. Af geisa eru leidd geis h. og geisan kv. ‘ofsi, ákafi’. Sjá *geiski.