geisl fannst í 2 gagnasöfnum

geisl
[Stjörnufræði]
samheiti bogaeining, bogamælieining
[enska] radian

geisl, geisli k. ‘stafur, ljósgeisli’; sbr. fær. geisli ‘ljósgeisli, hryggjarliður’, nno. geisl ‘svipa, skíðastafur, ljósrák’, geisle k. ‘ljósgeisli’, sæ. gissel ‘vöndur, keyri’, fd. gis(s)el ‘ljósgeisli’ (to. í finn. kaih(i)la, kais(i)la ‘reyr’), fhþ. geisila, keisala (nhþ. geissel) ‘keyri, vöndur’, langb. gīsil ‘örvarskaft’, fír. giallaim ‘berja með svipu’. Sk. geir (1). Af geisli er leidd so. að geisla ‘senda geisla, ljóma; berast með geislum’, sbr. fær. geisla (s.m.), og geislungur k. ‘bringuteinn, brjóskhluti rifbeins (við bringubeinið)’. Sumir telja að geisli ‘stafur’ og geisli ‘ljósrák’ séu tvö samhljóða en óskyld orð, hið síðarnefnda sk. lith. gaĩsas ‘ljósblik á himni’ (líkl. < *ghais-), en það er ólíklegt, sbr. lat. radius ‘ljósrák; stafur’, e. beam og þ. strahl þar sem þessi tvöfalda merking kemur líka fram. Sjá geir (1), gíll (1), Gísl (3) og gísli.