getast að fannst í 1 gagnasafni

geta (st.)s. ‘fá, öðlast; eignast barn (um karlmenn); giska á, ráða; færa í tal, nefna; vera fær um’; getast að s. ‘geðjast að’; get h. ‘ágiskun, ætlun’; geta kv. ‘ætlun, tilgáta; matarbiti, smáfengur; hæfni, bolmagn’; -getall l. í sams. sanngetall ‘sem getur rétt til’; getnaður k., getning kv. ‘það að geta barn; barn, fóstur í móðurkviði, fæðing; umgetning; velþókknun, þokki’. Sbr. fær. gita, gitnaður, nno. gita, gjetnad, sæ. gitta ‘nenna’, fsæ. gita, gæta ‘vera fær um, nefna, giska á’, sæ. máll. gäta ‘minnast á, giska á’. Sbr. ennfremur fe. gietan ‘fá, afla’, ne. get, fsax. bigetan ‘grípa, ná’, fhþ. bigezzan ‘fá’, gotn. bigitan ‘finna’. Af ie. *ghed-, *ghe(n)d- ‘grípa (um)’, sbr. gr. khandánō ‘gríp um’, lat. pre-hendō ‘gríp, næ, skil’, praeda (< *prai-hedā) ‘fengur, veiði’, fír. ro-geinn ‘finn (mér) stað’, fsl. gadati ‘gera ráð fyrir, ætla’. Sumar merkingar so. geta bera e.t.v. minjar fallinna forskeyta; ‘nefna, giska’ < *an-getan, sbr. ágætur, ‘geta barn’ < *bigetan? og ‘fá, getast að’ < *and-getan? Sjá gát (1), gáta (2), getrast, giska, Gissur og gæta.