gildingur fannst í 1 gagnasafni

gilda s. ‘hafa (tiltekið) verðgildi, kosta; vera fullgildur; skipta (megin)máli; lagfæra, gera við: g. upp í vegg; †bæta fyrir; hegna’; sbr. fær. og nno. gilda, sæ. gilla; < *gelðian leitt af lo. gildur; gildi h. ‘verðmæti; lögmæti; veisla; †félagsskapur iðnaðar- og verslunarmanna; †gjald, (fé)bætur’; sbr. fær. gildi, nno. og d. gilde, sæ. gille (to. í merk. veisla og félagsskapur úr mlþ. gilde); gildi k. † ‘félagi í gildi’, to., sbr. fe. gegilda, gilda (s.m.); gilding kv. ‘lögfesting; verðlagning; gildleikaaukning; þrælka í keip, viðgerð (á vegg)’; af so. gilda; gildingur k. † ‘þorskur sem er flattur alin milli þunnildisnefja’; gildur l. ‘gjaldgengur; lögmætur; dugandi, efnaður; sver, þrekinn; ríflegur,…’; sbr. fær. gildur ‘gildandi; gestrisinn, örlátur’, nno. gild ‘fullgóður, þægilegur,…’, d. gild ‘ágætur,…’, sæ. gild ‘tækur, góður’; < *gelðia-. Upphafl. merk. lo. gildur er líkl. ‘gjaldgengur’ og af lo. eru leidd gildi h. og so. að gilda og gildna ‘þreknast’. Sjá gjalda.