gimbrar fannst í 4 gagnasöfnum

gimbur -in gimbrar; gimbrar gimbur|lamb; gimbrar|leppur; gimbra|hopp

gimbur nafnorð kvenkyn

kvenkyns lamb


Fara í orðabók

2 gimba s. (nísl.) ‘gúlpa frá, verpast, t.d. um viðarklæðningu’. E.t.v. to. úr d., sbr. d. gimpe ‘hossast, rugga’, nno. og sæ. máll. gimpa ‘sveifla, rugga til’ (sk. gompa og gambra). Nísl. gimbrar, gimbrur ‘gallar á timbri, ójöfnur á borðviði, e-ð ójafnt sagað eða óslétt heflað’ er e.t.v. líka to. af sama toga, en hefur líkl. tengst sérmerkingum í orðinu gimbur (s.þ.).


gimbur, gymb(u)r kv. ‘kvenkyns lamb, veturgamalt ærlamb; ⊙tvævetla; í ft. ⊙ólag, misfellur, dyntir: g. í e-u’; gimbróttur l. ‘varasamur, viðsjáll, dyntóttur’; gimbrarhopp h. ‘smáalda’. Sbr. fær. gimbur, gimbri, nno. gimber (gymbr, gymmer), hjaltl. gimmer ‘veturgamalt ærlamb’, sæ. gymmer, sæ. máll. gimmer, gemmer kv. ‘ær sem enn hefur ekki eignast lamb’, d. máll. gimmer (s.m.) (to. í sk. gimmer, gimmel ‘veturgömul ær’). Víxlan i og y í þessu orði stafar tæpast af kringingu á i á undan mb, heldur af blöndun við merkingarskyldan og hljóðlíkan orðstofn, sbr. gumar(r), gumbull og gymbill; gimbur < germ. *gimrī-, sk. gr. khímaira ‘(ársgömul) geit’ og lat. hiems (ie. *ǵhiē̆m-, *ǵhim-) ‘vetur’; orðið merkir upphafl. veturgamla skepnu, sbr. gemla og gemlingur. Af gimbur eru leidd nísl. gimba kv. og gimbla kv. (s.m.). Merkingin ‘ólag eða dyntir’ í nísl. gimbrar er vísast runnin frá háttalagi gemlinga. Sjá gamall og góa; ath. gimba (2).