ginnungur fannst í 1 gagnasafni

ginna s. ‘lokka, tæla, svíkja, †töfra, magna’; sbr. áhersluforl. ginn-, nno. gjenn-, gjøn- í gjenntruen ‘auðtrúa’ og gjøngod ‘mjög góður’ og ginsk ‘ágætur, fjörugur; fíkinn, lostugur’ (sbr. frnorr. rúnar. ginᴀrunᴀʀ ‘meginrúnir’?), fe. ginnfæsten ‘mikil festa’. Uppruni óviss, en e.t.v. sk. gína, sbr. fe. ginn ‘víður, rúmur’, fhþ. in-ginnan ‘opna, kljúfa í sundur,…’ (nn < nu̯), sbr. ginn h. og ginn-; þt. á t- mælir þó fremur gegn þessari skýringu. Tæpast sk. gandur (1) og germ. (latn.) völvuheitinu Ganna (Jan de Vries) eða í ætt við geta og lat. prehendere < *gentn- < *ghendn- eða alb. zâ, ‘snerta, taka,…’, sbr. þ. beginnen (< ie. *ǵhen-). Af ginna er leidd ginning kv. ‘tál’, Ginnar(r) k. † Óðinsnafn; dvergsheiti; haukur; arnarheiti (f. Kinnarr?), ginning(u)r, ginnung(u)r k. † ‘flón’, ginnir k. † ‘galdrastafur’, sbr. ginfaxi (s.m.), ginz h. † ‘gabb, gems’, ginnung(u)r hauksheiti og Ginnungagap h. ‘hið mikla gap eða frumtóm (áður en jörð og himinn voru sköpuð)’; óvíst er hvort Ginnunga- á við einhverja frumjötna eða hið gínandi tóm. Sjá ginn (1 og 2) og gína; ath. gunnung(u)r.