gissur fannst í 2 gagnasöfnum

Gissur Gissur, Gissuri, Gissurar Gissurar|dóttir; Gissurar|son

Gissur, †Gizurr k. mannsnafn; Óðinsheiti. Uppruni ekki ljós. Forliður orðsins e.t.v. sk. giska, sbr. d. gisse (< *getisōn) og síðari liður þá líkl. viðsk. -ur(r) fremur en -varr eða *-swaruʀ (af svara); nafnið merkti þá ‘hinn getspaki’ e.þ.u.l. Aðrir ætla að forliður mannsnafnsins a.m.k. eigi skylt við Gísl (4) (sbr. fe. Gīswulf og Gisrøðr í Ísl.bók) og Giz-ur(r) þá < *Gis(h)arr eða *Gisþórr. Lítt sennilegt. Í ísl. nýmáli kemur orðmyndin gissur fyrir í merk. ‘umsvifamikill og efnaður maður’, gjafagissur k. ‘örlátur maður’, Gissur í Lágubúð ‘rógberi’ og gissur k. ‘klaufi, flón’, og er þar vísast tekið mið af tilteknum einstaklingum sem báru nafnið Gissur.